Netið

Ráðgjafarfyrirtæki

NETIÐ sérhæfir sig einkum í ráðgjöf á sviði markaðs- og rekstrarmála auk upplýsingatækni þar með talið á sviði markaðssetningar vefsíðna. Einnig gerð viðskiptaáætlana, ímyndarrannsókna og stefnumótunnar. Áhersla er lögð á fagmannleg vinnubrögð sem tengjast langtímastefnumótun viðkomandi fyrirtækis. Fyrirtækið leggur áherslu á að vinna fyrir fyrirtæki sem aðgreina sig á jákvæðan hátt frá keppinautum.

Starfsmenn fyrirtækisins eiga að baki fjölbreytta reynslu og menntun innan stefnumótunar, stjórnunar, verkfræði, markaðsfræði, kennslu og tölvumála.  Nánari upplýsingar eru í flokknum um fyrirtækið.

MarkaðsNetið
NETIÐ rekur einnig viðskiptaeininguna MarkaðsNetið innan ferðaþjónustu sem meðal annars sérhæfir sig í útgáfu ýmissa miðla:

Upplýsingamappa
Upplýsingamappa Netsins frá 1996 er á 6 tungumálum, með efni frá völdum fyrirtækjum.

Upplýsingabókin – Visitor's Guide
Bókinni, sem fyrst kom út árið 2000, kemur nú út í a.m.k. 103.000 eintökum, og er dreift víða á hótel, gisitiheimili, upplýsingaþjónustur og ferðaskrifstofur innanlands og erlendis.

Vefsíðan www.Visitorsguide.is
Á síðunni eru upplýsingar um áfangastaði innanlands og erlendis, miðla okkar, myndasafn, greinar o.m.fl. Hægt að skoða á 7 tungumálum.

Veitingastadir.is og Restaurants.is
Síðurnar innihalda upplýsingar um nær alla veitingastaði á Íslandi. Auðvelt og þægilegt er að leita að veitingastöðum á síðunum.

Vefsíðurnar Visitorsguide erlendis.
Vefsíðurnar hafa verið settar upp í 7 öðrum löndum, sem liður í þróunar- og útflutningsverkefni hjá fyrirtækinu. Meðal annars á öllum Norðurlöndunum en einnig Spáni, Frakklandi og víðar.